Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa

Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs Group
Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs Group mbl.is/Kristinn

Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, segir að Baugur muni á næstunni flytja einhver íslenskra félaga sinna til annarra landa, Bretlands, Danmerkur eða Færeyja. Hann muni segja sig úr stjórnum allra félaga Baugs, sem verða áfram hér á landi, innan fjögurra mánaða.

Þetta kemur fram í viðtali við Jón Ásgeir í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, þar sem hann gerir upp Baugsmálið, eins og það horfir við honum. Jón Ásgeir telur að lögin sem gera það að verkum, að hann verður að fara úr stjórnum félaga á Íslandi vegna hinnar skilorðsbundnu sakfellingar sem hann hlaut í Hæstarétti, séu vitlaus og þeim þurfi að breyta.

„Erlendis mun ég áfram sitja í stjórnum okkar félaga og hver af okkar félögum hér á landi verða flutt út, til Bretlands, Danmerkur eða Færeyja, á bara eftir að koma í ljós á næstu vikum,“ segir Jón Ásgeir.

Jón Ásgeir kveðst oft hafa verið bitur og reiður á undanförnum sex árum, því hann hafi oft verið beittur „ótrúlegum skepnuskap“. Þessi tími hafi reynst honum og fjölskyldu hans mjög erfiður.

„Vitanlega setur slík meðferð, sem varir svo lengi, ákveðið mark sitt á mann. Mér finnst Jón H.B. Snorrason og Arnar Jensson og menn sem unnu að rannsókn málsins hafa beitt viðurstyggilegum vinnubrögðum, sem verða þeim til ævarandi vansa,“ segir Jón Ásgeir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »