Lágvöruverslanir hækka mest

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað mest í lágvöruverðsverslunum undanfarnar 11 vikur eða um 4-9%. Hjá stóru lágvöruverðskeðjunum hefur vörukarfan hækkað um tæp 8% í Bónus og 6,5% í Krónunni. Hækkunin í öðrum verslunarkeðjum er á bilinu 3-4%. Mjólkurvörur,ostur og egg hækkaði mest í stóru lágvöruverðskeðjunum, í Bónus um 9% og Krónunni um 12% en hækkunin var 5-6% í Nettó og Kaskó.

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs hækkað um rúm 10% það sem af er ári og þar af um tæplega 9% frá því í marsmánuði.

Brauð og kornvörur í vörukörfunni hafa á tímabilinu, síðustu 11 vikur, hækkað um 8%-11% í lágvöruverðsverslununum, að Krónunni undanskilinni þar sem hækkunin er rúm 4%. <p>Kjötvörur eru sá vöruliður sem verð sveiflast jafnan mest á milli vikna í lágvöruverðsverslunum. Þetta skýrist af því að tímabundnir afslættir eru oft veittir af þessum vörum sem veldur miklum sveiflum í verði á milli vikna.  Verð á grænmeti og ávöxtum sveiflast alla jafna nokkuð og er verð á einstaka tegundum mjög háð árstíðarsveiflum. Þetta endurspeglast í verðmælingunum en verð á grænmeti og ávöxtum í körfunni lækkaði heldur á fyrri hluta tímabilsins í þessum verslunum, að Bónus undanskildu, en hefur svo farið hækkandi á seinni hluta tímabilsins.

Drykkjarvörur í vörukörfunni hafa hækkað mest í Bónus og Krónunni um 5,5%-6,5%. Í Kaskó er verð á drykkjarvörum nánast óbreytt á tímabilinu en í Nettó nemur hækkunin 3%.

Vörukarfan hækkar um 3-4% í stórmörkuðum

Verð á vörukörfunni er mælt í þremur stórmörkuðum, Hagkaupum, Nóatúni og Samkaupum-Úrval. Fram undir miðjan maí var fremur lítil breyting á verði vörukörfunnar í þessum verslunum en eftir það tók það að síga upp á við. Í heildina hækkaði verð vörukörfunnar um 3-4% á tímabilinu.

Í Hagkaupum hækkaði verð körfunnar um 3,7% á tímabilinu frá annarri vikunni í apríl til þriðju vikunnar í júní og hjá Nóatúni um 3,8%. Í Samkaupum-Úrval hækkaði karfan um 1,4% á tímabilinu en hafði fram undir júní byrjun hækkað um 3% en lækkað svo milli síðustu tveggja verðmælinganna.

Mun minni sveiflur eru almennt í verði á kjötvörum í þessum verslunum en í lágvöruverðsverslunum en verð þeirra sveiflast samt sem áður nokkuð á milli vikna vegna tilboðsverða. Liðurinn mjólk, ostur og egg hefur hækkað um 4-5% í þessum verslunum á tímabilinu.

Verð á grænmeti og ávöxtum í körfunni lækkaði heldur á fyrri hluta tímabilsins, að Samkaupum-Úrvali undanskildu. Það fór svo hækkandi á seinni hluta tímabilsins og hefur í heildina hækkað um 12% í Nóatúni og Samkaupum-Úrval en um 5% í Hagkaupum.

Grænmeti hækkar mikið

Verðbreytingar eru skoðaðar í þremur s.k. klukkubúðarkeðjum 10-11, 11-11 og Samkaupum-Strax sem allar eru verslanir með langan opnunartíma. Verð breyttist almennt minna í þessum verslunarkeðjum í apríl og fyrri hluta maí en á seinni hluta tímabilsins. Vörukarfan hefur hækkað um 4% í öllum klukkubúðunum frá því mælingar hófust í apríl.

Brauð og kornvörur hafa hækkað um 5-6% í klukkubúðunum, nema í 10-11 þar sem hækkunin er minni, 2,5%. Mun minni sveiflur eru í verði á kjötvörum í klukkubúðunum 10-11 og 11-11 en í öðrum verslunum. Kjötvörur í vörukörfunni hækkuðu um 5% í 10-11 á tímabilinu en verð þeirra var nánast óbreytt í 11-11.

Í Samkaupum-Strax voru nokkrar sveiflur í verði kjötvara vegna tilboðsverða en verð þeirra hefur þó heldur farið hækkandi. Mjólkurvörur, ostar og egg í vörukörfunni hafa hækkað um 5-7% í 10-11 og 11-11 en mun minna, eða um 1% í Samkaupum-strax.

Grænmeti og ávextir hafa hækkað mikið í klukkubúðunum á tímabilinu, mest í Samkaupum-strax þar sem verðið hefur hækkað allt tímabilið og í heildina um u.þ.b. 20%. Sömu sögu er að segja í 11-11 en þar nemur hækkunin í heildina 12% en í 10-11 lækkaði verð á grænmet og ávöxtum á fyrri hluta tímabilsins en tók svo að hækka eftir það og hækkaði í heildina um u.þ.b.4%. Drykkjarvörur hækkuðu um 5% bæði í 10-11 og 11-11 en verð þeirra lækkaði lítillega í Samkaupum-strax í apríl og breyttist svo lítið eftir það.

Samanburður á verðkörfu ASÍ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Áskorun um að beita hlutarfjáreign

05:30 Stjórn Afls – starfsgreinafélags sendi frá sér ályktun í kjölfar stjórnarfundar seinni partinn í gær. .  Meira »

„Höfuðborgin heitir Reykjavík“

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, upplýsti í skriflegu svari á Alþingi í gær að opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett væri Reykjavíkurborg. Meira »

Kynna loftslagsáætlun síðar í ár

05:30 „Stjórnvöld munu að sjálfsögðu sinna ákallinu í loftslagsmálum. Það sést best á stjórnarsáttmálanum sem vitnar um mikinn metnað í þeim málum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Meira »

Andlát: Guðmundur Sighvatsson

05:30 Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla í Reykjavík, lést sl. mánudag á Landspítala, 66 ára að aldri. Meira »

Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarp

Í gær, 23:16 Yfir eitt þúsund danskir læknar hafa sent nefndarsviði Alþingis bréf með undirskriftum þar sem umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, fær stuðning. Meira »
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Stimplar
...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...