Tvö þúsund tilkynningar um tjón

Útihúsið að Krossi fór illa í jarðskjálftanum
Útihúsið að Krossi fór illa í jarðskjálftanum mbl.is/Guðmundur Karl

Viðlagatryggingu Íslands hafa á síðustu vikum borist 1.840 tilkynningar um skemmdir á húsum í kjölfar jarðskjálftans á Suðurlandi 29. maí síðastliðinn. Þá hafa nær 2.000 aðilar tilkynnt tjón á innbúi sem varð í hinum miklu náttúruhamförum.

„Tryggingafélögin sem starfa í okkar umboði hafa afgreitt flestar þeirra tilkynninga sem borist hafa um innbústjón. Í mörgum tilvikum er sömuleiðis búið að greiða út tjónabætur. Sú heildarfjárhæð sem við höfum þegar greitt vegna innbústjóns er um 600 milljónir króna,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar.

Hvað varðar skemmdir á byggingum er verið að tala um íbúðir, sumarhús og atvinnuhúsnæði. Segir Ásgeir matsmenn Viðlagatryggingar undanfarið hafa beint kröftum sínum að stærstu málunum, þ.e. þeim húsum sem skemmdust mikið eða jafnvel eyðilögðust. Slíkt sé eðlileg forgangsröðun.

Á þessum tímapunkti telur Ásgeir ógjörning að áætla hve háar fjárhæðir Viðlagatrygging muni greiða út samanlagt vegna Suðurlandsskjálftans. Úrvinnsla mála og tjónatilkynning séu of skammt á veg komin til að hægt sé að svara því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert