Skorað á dómsmálaráðherra að viðurkenna mistök!

Skorað var á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Hauk Guðmundsson forstjóra Útlendingastofnunar að sýna mannúð og viðurkenna að mistök hafi átt sér stað. Þegar flóttmaðurinn Paul Ramses frá Kenya var handtekinn og sendur til Ítalíu, á grundvelli Dyflinnarsamningsins um fyrsta griðland. Skorað var á dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar að viðurkenna að þeir hafi gert mistök og senda eftir manninum. Paul Ramses sótti hér um pólitískt hæli en mál hans hafði ekki verið afgreitt af íslenskum yfirvöldum þegar honum var vísað af landi brott í gær. Hann telur sig þurfa að óttast um líf sitt vegna þátttöku  sinnar í stjórnarandstöðunni í Kenya. Fólkið hrópaði frelsum Paul en þátttakendur voru úr ýmsum áttum. Vörður Leví Traustason forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins tók til máls á fundinum og það gerði einnnig tónlistarmaðurinn Hörður Torfason og Snorri Páll Úlfhildarson sem var í forsvari mótmælenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina