Upplýsingar stangast á um eðli gagna um OR í vörslu Guðmundar

Guðmundur Þóroddsson
Guðmundur Þóroddsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Yfirlýsingar Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um þau gögn sem hann tók með sér er hann lét þar af störfum, stangast á ýmsan hátt á við upplýsingar heimildarmanna um hvaða gögn er að ræða.

Eftir því sem næst verður komist eru þetta ýmis fundargögn og eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær ná þau allt að tíu ár aftur í tímann. Staðhæft er að þ.á.m. séu frumrit af ýmsum gögnum sem séu óumdeilanlega í eigu fyrirtækisins, m.a. ýmsar viðskiptaupplýsingar sem lagðar hafa verið fram á stjórnarfundum OR.

Þessi gögn fái stjórnarmenn og forstjóri í hendur en ekki sé til þess ætlast að þessum upplýsingum „sé flíkað“ eins og komist var að orði. Þá séu fundargerðir stjórnar OR á meðal gagnanna en þær hafi verið trúnaðarmál í mörg ár eða allt þar til núverandi stjórn tók við.

Innan OR er litið svo á að enginn vafi leiki á því að starfsmaður sem hættir hjá fyrirtækinu hafi ekkert val um það hvaða gögn hann taki með sér frá fyrirtækinu þegar hann yfirgefi vinnustaðinn.

Í yfirlýsingu sem Guðmundur sendi frá sér í gær segir hann að gögn þau sem farið sé fram á að verði skilað hafi verið geymd í skrifstofu hans frá upphafi. Þetta séu afrit af frumgögnum og innihaldi eintök hans af fundargögnum stjórnarfunda OR frá 1999 þar til hann fór í leyfi til að gegna starfi forstjóra REI sl. sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert