Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson.

„Mitt hlutverk verður að aðstoða forsætisráðherra við að leiða saman fólk til að koma með lausnir," segir Tryggvi Þór Herbertsson, sem skipaður hefur verið  efnahagsráðgjafi forsætisráðherra til sex mánaða.

„Ég er ekki töframaður, frekar en aðrir, en ég ætla að leggja mitt ýtrasta af mörkum til þess að aðstoða við að hrinda í framkvæmd því sem er í undirbúningi, koma með nýjar hugmyndir og almennt að aðstoða forsætisráðherra í því hlutverki hans að vera ráðherra efnahagsmálanna."

Tryggvi Þór sagði við Morgunblaðið, að ekki megi skilja ráðningu hans til sex mánaða á þann veg að gert sé ráð fyrir að verkefninu verði lokið innan þess tíma. „En við skulum vona að við verðum komin áleiðis."

Hann segir m.a. nauðsynlegt að ná niður verðbólgunni því nái hún að grafa um sig muni það leiða til mikillar kjararýrnunar fyrir almenning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert