Forseti Alþingis kallar ekki saman þing

Þingsalur Alþingis.
Þingsalur Alþingis. mbl.is/Brynjar Gauti

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, hefur með formlegum hætti svarað bréfi þingflokks VG en í bréfinu kom fram ósk þingflokksins um að þing verði kallað saman eftir verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðuna í efnahagsmálum. Sturla bendir á að það ekki á valdi forseta Alþingis að hlutast til um að þing verði kvatt saman á ný. Aðeins forseti lýðveldisins, eftir ósk og með atbeina forsætisráðherra, hafi vald til þess, auk meiri hluta alþingismanna.

Bréf Sturlu til Ögmundar Jónassonar, formanns þingflokks VG, er eftirfarandi:

Með bréfi 21. júlí s.l var komið á framfæri við forseta Alþingis ályktun sem samþykkt hafði verið á fundi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sama dag. Þar er lagt til að Alþingi komi saman til funda strax eftir verslunarmannahelgi til að ræða stöðuna í efnahags- og atvinnumálum. Auk þess er það tillaga þingflokksins að efnahags- og skattanefnd og fjárlaganefnd efni nú þegar til sameiginlegs fundar sem er ætlað að vera til undirbúnings umfjöllunar Alþingis um stöðu mála.

Á þingfundi fimmtudaginn 29. maí s.l. var fundum Alþingis frestað á grundvelli 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar með ákvörðun forseta Íslands og samþykki Alþingis til 2. september n.k. Það var gert í samræmi við nýmæli þingskapa, sem tóku gildi 1. janúar 2008, að hafa þing- og nefndarfundi í september til að færi gæfist á að ljúka umfjöllun og afgreiðslu þingmála áður en nýtt þing er sett í októberbyrjun, svo og til að skapa skilyrði til þess fyrr en áður hefur verið að efna til almennra stjórnmálaumræðna eftir sumarhlé þingsins. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis mun þingið starfa tvær fyrstu vikurnar í september og gefst þingmönnum þá færi á taka þau mál til umfjöllunar sem á þeim brennur.

Þó að þingfundum hafi verið frestað geta nefndir haldið áfram störfum. Samkvæmt hinum nýju þingsköpum skal þó ekki boða til nefndarfunda í sumarhléi frá 1. júlí til 10. ágúst nema brýn nauðsyn krefji. Það er jafnan á forræði nefndar en ekki forseta Alþingis að ákveða hvort fundur skuli boðaður í sumarhléi.

Í 2. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að hafi þingi verið frestað geti forseti lýðveldisins, með atbeina forsætisráðherra, eigi síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Það er honum enn fremur skylt að gera ef ósk berst um það frá meiri hluta þingmanna.

Samkvæmt þessu, og með hliðsjón af samþykkt þingsins sjálfs frá því í lok maí s.l., er það ekki á valdi forseta Alþingis að hlutast til um að þing verði kvatt saman á ný til að ræða stöðuna í efnahags- og atvinnumálum eins og lagt er til í ályktun þingflokksins. Aðeins forseti lýðveldisins, eftir ósk og með atbeina forsætisráðherra, hefur vald til þess, auk meiri hluta alþingismanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sagt upp vegna klámmyndbands

17:59 Klámmyndband, sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað, rataði inn á vinsæla erlenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Starfsmenn sumarhótels sem rekið er á staðnum tóku myndbandið upp og var þeim sagt upp í kjölfarið. Meira »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna, sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »

Bannar sæbjúgnaveiðar í Faxaflóa

15:28 Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur gert all­ar veiðar á sæ­bjúg­um óheim­il­ar frá og með deg­in­um í dag, á til­teknu svæði á Faxa­flóa. Þetta kem­ur fram í reglu­gerð ráðuneyt­is­ins, sem sögð er falla úr gildi 31. ág­úst næst­kom­andi. Meira »

Sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls

15:16 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar konu á Fimmvörðuhálsi. Konan er slösuð á fæti og er stödd ofarlega á Fimmvörðuhálsi, miðja vegu milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála. Meira »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Ekkert fæst frá Isavia fyrr en á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »