Skrásetja klósettferðir


Leiðsögumenn voru í gær beðnir að halda dagbók um klósettferðir sínar á ferðalögum um landið. Ástæðan er hörð gagnrýni á útisalerni frá félagsmönnum að undanförnu. Ferðamálastjóri vill nota upplýsingarnar til að bæta úr ástandinu.

Ragnheiður Björnsdóttir formaður Félags leiðsögumanna sendi félagsmönnum dagbók frá ferðamálastjóra þar sem segir að til þess að fá raunhæft mat á ástandinu séu leiðsögumenn beðnir að meta og skrásetja ástand, salerna, göngustíga og hreinlætis á viðkomustöðum.

Hún segir að beiðni ferðamálastjóra hafa komið þægilega á óvart enda sé sjálfsagt að leita til leiðsögumanna um slíkar upplýsingar þar sem þeir séu ávallt á ferðinni á helstu ferðamannastöðum. Hún vonast eftir góðri þátttöku í verkefninu en minnir félagsmenn á að skrá dagsetningu og tíma þar sem það geti hist þannig á að um tímabundið vandamál sé að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert