Kvartað vegna mynda af lundaveiði á Íslandi

Gordon Ramsay
Gordon Ramsay

Myndir af lundaveiði og -áti í þætti sjónvarpskokksins Gordons Ramsays, á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 í gær, leiddu til þess að sjö áhorfendur hringdu í stöðina og kvörtuðu.

Þetta kemur fram í frétt á vefnum Broadcast.

Umrætt dráp og át á lundanum átti sér stað á Íslandi, og var það íslenskur leiðsögumaður Ramsays sem snéri lundann úr hálsliðnum. Ekki sást til kokksins sjálfs sálga fuglum, en aftur á móti gat að líta er hann og Íslendingurinn gerðu að nýveiddum lundum og borðuðu úr þeim hjörtun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert