Þýfi sent í stórum stíl

Hluti þýfis, sem lögregla fann í fyrra.
Hluti þýfis, sem lögregla fann í fyrra. mbl.is/Júlíus

Athugasemdir eru gerðar við þrjár til fjórar póstsendingar á leið til Austur-Evrópu í mánuði hverjum. Sendingar sem stöðvaðar hafa verið það sem af er ári vega samtals næstum eitt tonn. Í mörgum tilvikum er um að ræða þýfi úr innbrotum skipulagðra glæpahópa. Komið hefur verið upp um stórþjófnaði með auknu eftirliti.

Skipulögð brotastarfsemi færist í aukana hér á landi og oftar en ekki er reynt að koma þýfinu úr landi. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að verkfæri íslenskra verktaka sjáist iðulega á mörkuðum í Póllandi og Litháen. Til að sporna við þessari þróun er öflugt eftirlit með póstsendingum, sér í lagi til landa Austur-Evrópu. „Öflug og góð samvinna við tollgæsluna og þau fyrirtæki sem senda póst hefur skilað því að við náum að stoppa töluvert mikið af þýfi á leið úr landi,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.

En þrátt fyrir að meira beri á skipulagðri glæpastarfsemi hefur innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkað fyrstu sjö mánuði ársins ef miðað er við undanfarin ár. Það sem af er ári hafa verið framin 1.015 innbrot en á sama tíma í fyrra voru þau 1.173. Og innbrotum hefur fækkað enn meira ef borið er saman við árin á undan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert