Fylgi við ríkisstjórn minnkar

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Ómar

Fylgi við ríkisstjórnina mælist nú 50% og hefur ekki verið minna frá því stjórnin tók við völdum í maí á síðasta ári. Þá sögðust um 80% styðja ríkisstjórnina. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins.

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mældist nú 61% en það var yfir 70% fyrst eftir að stjórnin tók við.

Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist nú 32% og hefur minnkað um 2 prósentur frá því í byrjun júlí. Fylgi Samfylkingar mælist nú 29%, sem er svipað og fyrir mánuði. Fylgi VG mælist nú 22% og hefur aukist um 2 prósentur. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 9%, Frjálslynda flokksins 5% og Íslandshreyfingarinnar 2%.

11% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að svara og 13% segjast ekki ætla að kjósa. Könnunin var gerð á tímabilinu 30. júní til 29. júlí. Úrtakið var 5851 og svarhlutfall var 64%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert