12-13 þúsund í Herjólfsdal

Úr Herjólfsdal um helgina.
Úr Herjólfsdal um helgina.

Skemmtanahald gekk þokkalega fyrir sig í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt en lögregla áætlar að 12-13 þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal. Þoka var í Eyjum í nótt og rigningarúði um tíma.

Lögregla segir að engin sérstök mál hafi komið upp en talsverður erill var í nótt og gistu fjórir fangageymslur í morgun. Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar og minni háttar líkamsárásir.

Eitt óhapp varð í Herjólfsdal á föstudagskvöld þegar kona á miðjum aldri hrasaði og datt þegar hún var að ganga á golfvellinum á leið inn í dalinn. Var konan send til Reykjavíkur á sjúkrahús. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert