Fjölmenni á flugeldasýningu

Kunnugir segja að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn fjölmennt …
Kunnugir segja að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn fjölmennt í brekkunni á Akureyrarvelli. mbl.is/Þorgeir

Hátíðinni Einni með öllu lauk á Akureyri í nótt. Mikið fjölmenni var viðstatt flugeldasýningu á Akureyrarvelli og var giskað á að um 7 þúsund manns hefðu fylgst með flugeldum og öðrum skemmtiatriðum. Lögregla segir að allt hafi farið vel fram í nótt og raunar alla helgina.

Að sögn Daníels Gunnarssonar, yfirlögregluþjóns á Akureyri, hafði lögregla ekki mikið að gera í nótt. Einn maður var þó fluttur á sjúkrahús eftir að hann fékk flösku í höfuðið en meiðsl hans voru ekki alvarleg. Þrír gistu fangageymslur vegna ölvunar.

Tvær konur leituðu um helgina á neyðarmóttöku vegna kynferðislegs ofbeldis. Málin hafa þó ekki verið kærð til lögreglu að sögn Daníels.

Hann sagði að allt annað og rólegra yfirbragð hefði verið yfir skemmtun helgarinnar á Akureyri en oft áður. Lítið virtist vera um fíkniefnaneyslu og sagði Daníel að það hafi skipt sköpum, einkum þó að hvítu efnin svonefndu voru lítið í umferð. 

Flugeldasýning var hápunktur hátíðarhaldanna í gærkvöldi.
Flugeldasýning var hápunktur hátíðarhaldanna í gærkvöldi. mbl.is/Þorgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert