Loftbrú milli lands og Eyja

Fjölmenni hefur verið í flugstöðinni í Vestmannaeyjum í dag.
Fjölmenni hefur verið í flugstöðinni í Vestmannaeyjum í dag. mbl.is/Sigurgeir

Óhætt er að segja að loftbrú hafi verið mynduð milli Vestmannaeyja og lands nú eftir hádegið eftir að þoku létti af fjallstindum í Eyjum. Flugfélag Íslands áætlaði að fljúga á þriðja tug ferða. Flugfélag Vestmannaeyja gerði ráð fyrir að fljúga á annað hundrað ferðir á Bakkaflugvöll í Landeyjum.

Þá fer Herjólfur þrjár ferðir í dag og nótt. Ljóst er þó að þetta mun ekki duga til að flytja alla þjóðhátíðargesti til lands í dag. Talið var í morgun að um þrjú þúsund manns biðu eftir flugi en alls sóttu um 13 þúsund manns þjóðhátíðina um helgina, þar af nærri tíu þúsund aðkomumenn.

Eins og sést á myndinni, sem tekin var á Vestmannaeyjaflugvelli …
Eins og sést á myndinni, sem tekin var á Vestmannaeyjaflugvelli í dag, er stutt í þokuna á Eldfelli. mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert