Stærsti kór Íslandssögunnar

Árni Johnsen stýrir brekkusöng í Herjólfsdal.
Árni Johnsen stýrir brekkusöng í Herjólfsdal. mbl.is/GSH

„Þetta er stærsti kór Íslandssögunnar," sagði Árni Johnsen þegar hann hafði stýrt brekkusöng á þjóðhátíð Vestmannaeyja í  kvöld. Talið er að rúmlega 13 þúsund manns hafi sungið með Árna í Herjólfsdal.

Að sögn þjóðhátíðargesta, sem mbl.is ræddi við í kvöld, var mikil stemmning í Herjólfsdal og var það mál manna að aldrei hefði verið jafn mikið af fólki í brekkunni eins og í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert