Umferð gengur vel

Lögreglumenn frá Selfossi láta ökumann á Hellisheiði blása í öndunarmæli. …
Lögreglumenn frá Selfossi láta ökumann á Hellisheiði blása í öndunarmæli. Allt reyndist í lagi hjá þessum ökumanni. mbl.is/Júlíus

Bílaumferð í átt til höfuðborgarinnar er mjög farin að þyngjast. Lögregla er með öflugt eftirlit með umferðinni og notast meðal annars við þyrlu Landhelgisgæslunnar en um borð í henni er lögreglumaður frá Selfossi.

Að sögn Kristjáns Ö. Kristjánssonar, lögreglumanns frá Selfossi sem er við eftirlit á Hellisheiði, hefur umferðin gengið afar vel í dag.

Lögreglumenn fylgjast bæði með hraða ökutækja og kanna einnig hvort ástand ökumanna sé í lagi. Þjóðhátíðargestir frá Vestmannaeyjum eru nú margir í bílum á Suðurlandi eftir að hafa komið með Herjólfi til Þorlákshafnar eða með flugvélum á Bakkaflugvöll. Eftirlit með ökumönnum var m.a. um borð í Herjólfi og einnig hefur ástand þeirra verið kannað á Þrengslavegi.

Kristján sagði, að eftir því sem hann best vissi hefðu ökumenn verið í góðu ástandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert