Kertum fleytt á Tjörninni

Kertum var fleytt á Reykjavíkurhöfn í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á …
Kertum var fleytt á Reykjavíkurhöfn í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Japan árið 1945. mbl.is/Kristinn

Íslenskar  friðarhreyfingar stóðu í kvöld að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í kvöld í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hiroshima og Nagasaki dagana 6. og 9. ágúst 1945.

Var þetta 24. kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum.

Kertafleyting verður við Minjasafnstjörnina á Akureyri annað kvöld klukkan  22:30.

mbl.is

Bloggað um fréttina