Skrifuðu á stétt héraðsdóms

Félagsmenn í Félagi ábyrga foreldra komu í gærkvöldi saman við Héraðsdóm Norðurlands eystra og letruðu á stétt fyrir utan húsið skilaboð til stjórnvalda. Er um að ræða lið í mótmælum, sem félagið ætlar að standa fyrir næstu fjórar vikur við því að barnalagafrumvarp var ekki afgreitt úr allsherjarnefnd Alþingis fyrir þinglok í vor.

Áletrunin hljóðaði svo: Troðið á rétti barna! Frumvarp Daggar úr allsherjarnefnd og til umræðu.

Dögg Pálsdóttir,  varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði frumvarpið fram á Alþingi.

Að sögn forsvarsmanna félagsins verður  áletruninni haldið við næstu fjórar vikur og einnig verða fleiri slíkar áletranir ritaðar víða um bæinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina