Kúmenganga í Viðey 19. ágúst

Hin árlega kúmenganga í Viðey verður gengin þriðjudaginn 19. ágúst.
Hin árlega kúmenganga í Viðey verður gengin þriðjudaginn 19. ágúst. mbl.is

Hin árlega kúmenganga í Viðey verður gengin þriðjudaginn 19. ágúst.  Verkefnastjóri Viðeyjar, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, mun leiða fólk á kúmenslóðir og segja frá því helsta sem fyrir augu ber á leiðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
 
Kúmen vex villt um alla eyna og er núna fullþroskað og reiðubúið til tínslu.  Þessar göngur eru með þeim vinsælustu yfir sumartímann í Viðey og hefur ilmurinn af Viðeyjarkúmeninu eflaust fyllt eldhús margra við brauðbakstur eða matseld.  Áhugasamir eru beðnir að hafa með sér skæri og poka til tínslunnar.

Siglt er frá Skarfabakka klukkan 19:15 og er miðað við að yfirferðin um eyna taki um eina og hálfa til tvær klukkustundir. Gjald í ferjuna er kr. 800 fyrir fullorðna, kr. 400 fyrir börn 6-18 ára í fylgd fullorðinna og frítt fyrir börn yngri en 6 ára.  Þátttaka í göngunni er ókeypis og öllum heimil. Allir þátttakendur fá gefins Kristal frá Ölgerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina