REI tekið úr sáttafarvegi?

Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, er ósátt við að nýr meirihluti ætli að kynna til sögunnar niðurstöðu eða sátt um framtíð REI á aukafundi borgarstjórnar á fimmtudag.

„Þá eru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óskar Bergsson að kynna sína sátt, en ekki niðurstöðu þeirrar þverpólitísku vinnu sem átt hefur sér stað síðustu mánuði, vegna þess að henni er ekki lokið,“ segir hún.

„Ef þau ætla að tilkynna niðurstöðuna, þá eru þau að taka stefnumótunarvinnuna úr þeim sáttafarvegi sem hún var í.“

Svandís segir að með niðurstöðu stýrihópsins hafi verið kveðið á um að mikilvægt væri að klára málið í þverpólitískri sátt.

„Þar kom fram að umfram allt ætluðum við að halda útrásinni áfram og halda REI áfram í 100% eigu Reykjavíkur og sáttin yrði innan þess ramma. Ef Hanna Birna og Óskar ætla að kynna sátt þá er hún á milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, og þar með hafa þau markað upphaf nýs kafla í sögu REI.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert