26,2% segjast styðja nýjan meirihluta

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óskar Bergsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óskar Bergsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. mbl.is/Frikki

Í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, kemur fram að 26,2% segjst styðja nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur. Er þetta álíka stuðningur og meirihluti D- og F-lista naut þegar hann var myndaður í janúar. 73,8% segjast ekki styðja meirihlutann.

Í könnuninni var spurt um fylgi flokka. 46,8% sögðust myndu kjósa Samfylkingu ef kosið væri nú,  27,9% Sjálfstæðisflokk, 17,7% VG, 4,5% Framsóknarflokk og 3,4% F-lista. Samkvæmt því fengi Samfylking 8 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur 4 og VG 3.

Hringt var í 600 Reykvíkinga í gær. 89% tóku afstöðu til spurningar um meirihlutann og 55,5% til spurningar um einstaka flokka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert