Hægt að baka úr íslensku heilhveiti með haustinu

Íslenskur kornakur.
Íslenskur kornakur. mbl.is

Íslenskt heilhveiti kemur á markaðinn í haust. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, hefur ræktað það um árabil en hingað til aðeins notað það sem skepnufóður.

Ólafur hefur kynnt sér hveitirækt í Noregi og Svíþjóð og gert eigin tilraunir til að athuga hvaða afbrigði henta best. Hann sáði hveiti í fjóra hektara lands í fyrra en í ár ætlar hann að sá í sex hektara. „Tilraunir í byggrækt hafa skilað okkur hentugri tegundum og þetta á að vera hægt í hveitinu líka,“ segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert