Hitavatnsborholur á Reykjum ónýtar

Hverasvæðið að Reykjum við Hveragerði
Hverasvæðið að Reykjum við Hveragerði mbl.is/Úlfur

Um 65 mál eru á borði þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálftanna sem urðu á Suðurlandi í lok maí síðastliðins. Ólafur Örn Haraldsson verkefnisstjóri segist búast við því að þeim muni fjölga eitthvað en þó sé farið að fækka málum sem koma inn á hans borð.

Umtalsvert tjón hefur komið í ljós á Reykjum í Ölfusi hjá starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands. Þrýstingur á tveimur borholum sem sjá skólanum fyrir heitu vatni hefur minnkað svo mjög að borholurnar eru ónothæfar. Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum, segir að um mikið tjón sé að ræða.

„Við erum með mikið undir í gróðurhúsum hjá okkur en vegna þessa er hætta á að sú ræktun geti farið forgörðum. Við vonum hins vegar að hægt verði að leysa úr þessum málum sem fyrst.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert