Mesta tjón frá upphafi


Tjón í jarðskjálftunum á Suðurlandi í maí síðastliðnum er mesta eignatjón sem hefur orðið vegna jarðskjálfta hérlendis. Sálræn eftirköst eru ennfremur vanmetin að mati Ragnars Sigbjörnssonar hjá Jarðskjálftamiðstöðinni. Stór rannsókn er að fara í gang á sálrænum eftirköstum.

Margar stofnanir leggja saman í rannsókninni, meðal annars Landspítalinn, Landlæknir, Jarðskjálftamiðstöðin, Háskóli Íslands og Þjóðkirkjan. Ragnar Sigbjörnsson forstöðumaður Jarðskjálftamiðstöðvarinnar á Suðurlandi segir niðurstöður eftir jarðskjálftanna 2000 benda til að konur  þoli jarðskjálfta verr en karlar. Hann segir eftirköstin að líkindum miklu meiri en fólk geri sér grein fyrir. Eignatjón nemi milljörðum og í sumum tilfellum þar sem skaðinn er mestur, fái fólk ekki nema helminginn bættan. Þáttur Jarðskjálftamiðstöðvarinnar í rannsókninni er að skoða tengsl mannvirkja og sálrænna þátta. Ragnar segir að tækninni hafi fleygt fram og menn kunni í dag að byggja sæmilega örugg hús. Nokkuð skorti þó upp á þekkinguna á því hvernig best sé að varðveita íbúa og búnað í húsunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina