Rúmenskir járnsmiðir létust

Stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar.
Stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar. Ómar Óskarsson

Mennirnir tveir, sem létu lífið í Hellisheiðarvirkjun undir kvöld voru rúmenskir járnsmiðir. Þeir voru að vinna við endurbætur á gufulögn austan við stöðvarhúsið. Aðdragandi slyssins liggur ekki fyrir en svo virðist sem mennirnir hafi farið inn í loftæmt rými sem er alveg súrefnislaust.

Teymi á vegum Rauði Krossins er nú á svæðinu til þess að veita starfsmönnum áfallahjálp.  Að sögn lögreglu er ekki er hægt að greina frekar frá tildrögum slyssins að svo stöddu en rannsókn er í höndum lögreglunnar á Selfossi og vinnueftirlits.

Lögregla og sjúkralið frá Selfossi og Reykjavík voru kölluð að Hellisheiðarvirkjun upp úr kl. 19 í kvöld vegna alvarlegs vinnuslyss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert