Vilja rannsaka laxveiðiboð

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar vill allar upplýsingar upp á borðið um laxveiðiboð sem Viljálmur Þ Vilhjálmsson þáverandi borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson þáverandi oddviti Framsóknarflokksins þáður skömmu áður en tilkynnt var um samruna Geysis Green og REI. Hann segir að æðstu embættismönnum, þar á meðal borgarstjóra, sé óheimilt að þiggja slík boð af þeim sem borgin eigi viðskipti við.

Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG, sagði í borgarstjórn í morgun að það væri gott að menn gætu  nú aftur farið að veiða lax í friði.

Ferðin var farin 11 til 14 ágúst í  fyrra. Baugur var þriðji stærsti hluthafi í Geysir Green Energy en einum og hálfum mánuði eftir veiðina kom upp sú hugmynd að sameina Geysi Green Energy og Reykjavík Energy Invest.

Björn Ingi og Vilhjálmur segja að Haukur Leósson hafi greitt fyrir þá úr eigin vasa. Þeir fóru með maka sína og upplýst hefur verið að boðið hefur kostað á þriðju milljón króna. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur sagt að hann hafi greitt Hauki Leóssyni fyrir ferðina. Stefán Hilmarsson fjármálastjóri Baugs var með í ferðinn en Lárus Welding bankastjóri Glitnis forfallaðist.

mbl.is

Bloggað um fréttina