Grænmetisuppskera í fullum gangi

Kínakál tekið upp.
Kínakál tekið upp. Sölufélagið

Grænmetisbændur á Flúðavæðinu vinna nú hörðum höndum við að taka upp nýtt íslenskt grænmeti en aðal uppskerutími útiræktaðs grænmetis hefst nú í ágúst og stendur fram á haust. Blómkál, kínakál, rauðkál, hnúðkál, spergilkál, blöðrukál, sellerí og hvítkál eru meðal þess sem kemur upp úr görðum á Suðurlandi og steymir daglega í verslanir um allt land.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Alls má búast við að yfir 1.200 tonn af fersku útiræktuðu íslensku grænmeti fari í verslanir á vegum Sölufélagsins.

Friðrik Rúnar Friðriksson, garðyrkjubóndi á garðyrkjustöðinni Jörfa, er einn þeirra bænda sem vinnur hörðum höndum ásamt starfsfólki sínu við að taka upp grænmeti svo hægt sé að koma því glænýju í verslanir. Grænmetið er tekið upp á daginn og er komið í verslanir á höfuðborgarsvæðinu daginn eftir.

Brokkólí staflað á vagna.
Brokkólí staflað á vagna. Sölufélagið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert