Ákært fyrir húsbrot og líkamsárás

Húsið við Keilufell þar sem árásin var gerð.
Húsið við Keilufell þar sem árásin var gerð.


Höfðað hefur verið opinbert mál gegn fjórum mönnum úr hópi 10-12 manna sem ruddust með bareflum inn á heimili að Keilufelli 35 í Breiðholti þann 22.mars síðastliðinn og réðust þar á sjö menn sem voru í íbúðinni fyrir. Við árásina, sem var sérlega gróf, notuðu þeir ýmis vopn og barefli, svo sem járnstöng, járnrör, hamar, sleggju, gaddakylfu, golfkylfu, hafnaboltakylfu, hníf og öxi.

Árásarmennirnir eru frá Póllandi og eru þeir sem urðu fyrir árásinni einnig pólskir. Einn þeirra var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús í kjölfarið með áverka á höfði og samfallið lunga. Aðrir sátu eftir með ýmsa áverka, s.s. skurði á höfði, brotinn augnbotn og andlitsbein auk þess sem einn þeirra brotnaði á báðum höndum. Taldi lögregla að tilefni árásarinnar hafi verið innheimta verndartolls.

 Í ákærunni kemur fram að líkamsárásin hafi verið sérstaklega hættuleg og þess sé krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar. Þá krefjast fórnarlömbin skaðabóta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert