Hasshlass í rannsókn: Beðið eftir gögnum

Hollendingur gerði tilraun til að flytja 200 kíló af hassi …
Hollendingur gerði tilraun til að flytja 200 kíló af hassi með Norrænu. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Lögreglan rannsakar enn stórfellt smygl á hassi sem fannst í Norrænu við komu til Seyðisfjarðar 10. júní síðastliðinn. Að Sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns rannsóknardeildar, er meðal annars beðið eftir gögnum erlendis frá og erfitt er að svara til um hvenær takist að ljúka rannsókn.

Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, Íslendingur og sjötugur Hollendingur. Gæsluvarðhaldið rennur út 3. september næstkomandi. fr

mbl.is

Bloggað um fréttina