Íslendingar voru 319 þúsund um mitt ár

Íslendingar eru orðnir 319 þúsund.
Íslendingar eru orðnir 319 þúsund.

Mannfjöldi á Íslandi var 319.355 manns þann 1. júlí síðastliðinn og hafði þá fjölgað um 1,9% frá áramótum. Þetta kemur fram í tölum, sem Hagstofa Íslands hefur birt.

Fjallað er um tölurnar í Vegvísi Landsbankans og þær sagðar benda til þess, að enn hafi ekki orðið fækkun á erlendu vinnuafli þrátt fyrir vísbendingar um yfirvofandi niðursveiflu í hagkerfinu.

Erlendir starfsmenn eru nú 25.000 hér á landi og eru nú um 10% af vinnuafli, samanborið við 2-4% fyrir uppsveifluna. Af erlendum ríkisborgurum hér á landi eru Pólverjar fjölmennastir eða um 40%.

Þrátt fyrir að krónan hafi veikst verulega og hagvöxtur verið hár í Póllandi ásamt betri atvinnuhorfum þar fluttust fleiri Pólverjar til landsins en frá fyrstu þrjá mánuði ársins.

mbl.is

Bloggað um fréttina