Með stöðugan kökk í hálsinum

Pabbar, mömmur, afar eiginkonur, ömmur og börn voru klökk af hamingju þegar handboltahetjurnar stigu úr vélinni á Reykjavíkurflugveli, Mikil viðhöfn var á flugvellinum og allt var eins og best verður á kosið nema veðrið.

En hvernig er að vera pabbi og sjá son sinn taka við silfri á ólympíuleikum. Gunnar Baldursson faðir Róberts Gunnarssonar segist vera með stöðugan kökk í hálsinum. Hann hafi lifað sig svo inn í leikina að honum hafi fundist hann vera sjálfur inni á vellinum.

Jakobína Finnbogadóttir amma Ólafs Stefánssonar og Margrét Sigfúsdóttir mamma Sigfúsar Sigurðssonar voru stoltar af strákunum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert