Einhverft barn kemst ekki að á frístundaheimili

„Síðastliðinn laugardag var ég látin vita að drengurinn minn kæmist ekki strax inn,“ segir Halla Rut Bjarnadóttir en tekur fram að vegna einhverfu sonar síns sé hann fyrstur í röð þeirra barna sem eru á forgangslista.

„Fyrir einhverf börn er prógramm allan daginn mikilvægt, við höfuðum líka lent í hremmingum með leikskóla, því margítrekaði ég í þetta skipti hvort það væri ekki pottþétt að hann kæmist inn,“ segir Halla og bætir við að stjórnendur frístundaheimila hjá borginni hafi greinilega slegið mönnunarvandamálinu á frest fram á síðustu stund.

Það er furðulegt að stjórnarfundur í íþrótta- og tómstundaráði hafi verið haldinn daginn sem þjónusta frístundaheimilanna átti að hefjast,“ segir Halla og gagnrýnir vinnubrögðin harðlega.„Yfirmenn frístundaheimilanna þurfa að hringja í tugi foreldra til að tilkynna þeim að ekki sé pláss og á sama tíma fá foreldrarnir kalda tusku í andlitið,“ segir Halla.

Forgang um dvöl hafa sex ára börn, börn með sérþarfir og börn sem búa við sérstakar aðstæður svo fremi sem sótt hefur verið um fyrir 1. apríl. Um 1.700 börn bíða eftir að komast að en Kjartan Magnússon, formaður ÍTR, segist vongóður um að leysa mönnunarvandann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert