Landsliðið kemur heim - myndir

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari fær stórriddarakross fálkaorðunnar.
Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari fær stórriddarakross fálkaorðunnar. mbl.is/Kristinn

Landsliðið í handbolta fékk höfðinglegar móttökur þegar það kom heim frá Peking í gær. Talið er að 40 þúsund manns hafi verið á Arnarhóli síðdegis þegar landsliðsmönnunum var fagnað og í gærkvöldi veitti forseti Íslands landsliðsmönnunum og forsvarsmönnum Handknattleikssambands Íslands fálkaorðuna.

„Mér finnst það mikilvægt að Íslendingar allir átti sig á því að afrek ykkar er ekki aðeins merkilegt og einstakt í okkar sögu heldur er það það líka í heimssögu íþróttanna,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu sinni við athöfnina þegar orðurnar voru veittar.

Meðfylgjandi eru myndir af atburðum gærdagsins. 

Bjarni Frostason, flugstjóri og fyrrum landsliðsmarkvörður, tekur á móti landsliðsmönnunum …
Bjarni Frostason, flugstjóri og fyrrum landsliðsmarkvörður, tekur á móti landsliðsmönnunum í vél Icelandair í Frankfurt. mbl.is/Halldór Kolbeins
Áhöfn Icelandairvélarinnar klæddist gömlum handboltabúningum.
Áhöfn Icelandairvélarinnar klæddist gömlum handboltabúningum. mbl.is/Halldór Kolbeins
Íslensku landsliðsmennirnir í flugvélinni.
Íslensku landsliðsmennirnir í flugvélinni. mbl.is/Halldór
Flugfreyjurnar þurftu eiginhandaráritun.
Flugfreyjurnar þurftu eiginhandaráritun. mbl.is/Halldór Kolbeins
Flugvél landsliðsmannanna fékk fylgd þyrlna og DC-3 flugvélar frá Keflavík …
Flugvél landsliðsmannanna fékk fylgd þyrlna og DC-3 flugvélar frá Keflavík til Reykjavíkur. mbl.is/Halldór Kolbeins
Flugvélin kemur til lendingar á Reykjavíkurflugvelli.
Flugvélin kemur til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Frikki
Bjarni Frostason sýndi listir sínar á Reykjavíkurflugvelli.
Bjarni Frostason sýndi listir sínar á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Frikki
Landsliðsmennirnir ganga út úr flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli.
Landsliðsmennirnir ganga út úr flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Frikki
Það urðu að vonum fagnaðarfundir. Sturlu Ásgeirssyni fagnað.
Það urðu að vonum fagnaðarfundir. Sturlu Ásgeirssyni fagnað. mbl.is/Frikki
Sigfús Sigurðsson heilsar syni sínum.
Sigfús Sigurðsson heilsar syni sínum. mbl.is/Frikki
Snorri Steinn Guðjónsson í faðmi fjölskyldunnar.
Snorri Steinn Guðjónsson í faðmi fjölskyldunnar. mbl.is/Frikki
Sverre Jakobsson með börnin.
Sverre Jakobsson með börnin. mbl.is/Frikki
Róbert Gunnarsson heilsar fjölskyldu sinni.
Róbert Gunnarsson heilsar fjölskyldu sinni. mbl.is/Frikki
Fjölskylda Guðjóns Vals Sigurðssonar hefur endurheimt hann.
Fjölskylda Guðjóns Vals Sigurðssonar hefur endurheimt hann. mbl.is/Frikki
Það var farið í móttöku á Kjarvalsstöðum þar sem Hanna …
Það var farið í móttöku á Kjarvalsstöðum þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, voru gestgjafar. mbl.is/Ómar
Vilhjálmur Einarsson, sem vann silfurverðlaun á ólympíuleikunum í Melbourne 1956, …
Vilhjálmur Einarsson, sem vann silfurverðlaun á ólympíuleikunum í Melbourne 1956, fagnaði landsliðinu á Kjarvalsstöðum. mbl.is/Ómar
Gamlir landsliðsmenn í handbolta fögnuðu landsliðinu, þar á meðal Valdimar …
Gamlir landsliðsmenn í handbolta fögnuðu landsliðinu, þar á meðal Valdimar Grímsson og Júlíus Jónasson. mbl.is/Ómar
Dagur Sigurðsson og Patrekur Jóhannesson rekja garnirnar úr Guðmundi Guðmundssyni.
Dagur Sigurðsson og Patrekur Jóhannesson rekja garnirnar úr Guðmundi Guðmundssyni. mbl.is/Ómar
Á Skólavörðuholti biðu þúsindir manna eftir strákunum.
Á Skólavörðuholti biðu þúsindir manna eftir strákunum. mbl.is/G. Rúnar
Mikill mannföldi safnaðist saman á Skólavörðuholti.
Mikill mannföldi safnaðist saman á Skólavörðuholti.
Róbert Gunnarsson veifar til mannfjöldans á Skólavörðuholti.
Róbert Gunnarsson veifar til mannfjöldans á Skólavörðuholti. mbl.is/Frikki
Alexander Petterson sýnir silfurverðlaunin.
Alexander Petterson sýnir silfurverðlaunin. mbl.is/Frikki
Logi Geirsson skartaði miklum hatti.
Logi Geirsson skartaði miklum hatti. mbl.is/Frikki
Íslensku landsliðsmennirnir óku á opnum vagni niður Skólavörðustíg.
Íslensku landsliðsmennirnir óku á opnum vagni niður Skólavörðustíg. mbl.is/Frikki
Lögreglumenn og lúðrasveit gengu á undan niður Skólavörðustíg.
Lögreglumenn og lúðrasveit gengu á undan niður Skólavörðustíg. mbl.is/G. Rúnar
Strákarnir voru hylltir á leiðinni niður Skólavörðustíg.
Strákarnir voru hylltir á leiðinni niður Skólavörðustíg. mbl.is/G. Rúnar
Það biðu þúsundir manna á Arnarhóli.
Það biðu þúsundir manna á Arnarhóli. mbl.is/G. Rúnar
TUGIR þúsunda manna.
TUGIR þúsunda manna. mbl.is/G. Rúnar
Páll Óskar Hjálmtýsson var í fánalitunum og söng í upphafi …
Páll Óskar Hjálmtýsson var í fánalitunum og söng í upphafi dagskrárinnar á Lækjartorgi. mbl.is/Frikki
Forsetinn og ráðherrar biðu á Lækjartorgi.
Forsetinn og ráðherrar biðu á Lækjartorgi. mbl.is/G. Rúnar
Allir viðstaddir sungu Öxar við ána og Táp og fjör …
Allir viðstaddir sungu Öxar við ána og Táp og fjör undir stjórn Valgeirs Guðjónssonar, fyrrum Stuðmanns. mbl.is/Frikki
Landsliðsmennirnir voru kallaðir upp á svið einn af öðrum. Ólafur …
Landsliðsmennirnir voru kallaðir upp á svið einn af öðrum. Ólafur Stefánsson sýndi sína útgáfu af Stuðmannahoppinu á leiðinni. mbl.is/G. Rúnar
Valgeir stýrði fjöldasöng.
Valgeir stýrði fjöldasöng. mbl.is/G. Rúnar
Strákarnir voru líflegir á sviðinu þegar þeir sungu Við gerum …
Strákarnir voru líflegir á sviðinu þegar þeir sungu Við gerum okkar besta. mbl.is/G. Rúnar
Ólafur Stefánsson, fyrirliði, þakkaði fyrir sig og liðið og sagði …
Ólafur Stefánsson, fyrirliði, þakkaði fyrir sig og liðið og sagði það ómetanlega gjöf að vera Íslendingur. mbl.is/G. Rúnar
Eftir hátíðina í miðbænum fóru landsliðsmennirnir heim, klæddu sig í …
Eftir hátíðina í miðbænum fóru landsliðsmennirnir heim, klæddu sig í betri fötin og héldu til Bessastaða. mbl.is/G. Rúnar
Handboltalandsliðið ásamt fjölskyldum á Bessastöðum.
Handboltalandsliðið ásamt fjölskyldum á Bessastöðum. mbl.is/Kristinn
Ólafur Ragnar Grímsson sæmir nafna sinn, Stefánsson, stórriddarakrossi fálkaorðunnar.
Ólafur Ragnar Grímsson sæmir nafna sinn, Stefánsson, stórriddarakrossi fálkaorðunnar. mbl.is/Kristinn
Landsliðsmennirnir fjórtán, þjálfarinn og forsvarsmenn Handknattleikssambandsins fengu fálkaorðuna.
Landsliðsmennirnir fjórtán, þjálfarinn og forsvarsmenn Handknattleikssambandsins fengu fálkaorðuna. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert