SS hækkar afurðaverð um 16,5%

mbl.is/Árni Torfason

Sláturfélag Suðurlands hefur hækkað afurðaverð til bænda um 16,5% frá verðskrá fyrirtækisins 2007. Auk þess er sérstök 17,8% hækkun á R3 matsflokki dilkakjöt. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi SS á þriðjudag og er ástæðan sögð mikil hækkun framleiðslukostnaður milli ára. Miðað við flokkun SS í september og október 2007 er vegið meðalverð 427,3 kr/kg sem er 16,9% hækkun frá fyrra ári og 17,5% hærra en meðalverð LS árið 2007.

SS segir að afurðalán og vaxtagjöld standi ekki undir staðgreiðslu og ef borin er saman kostnaður við staðgreiðslu og það fyrirkomulag sem vaxtagjöld miðast við er ávinningur bænda að jafnaði rúmlega 2% af staðgreiðslu og verði að hafa það í huga er samanburður er gerður við verðskrá Landssambands Sauðfjárbænda (LS).

Á vef Búnaðarsambands Íslands segir að verð á R3 í viðmiðunarverðskrá LS sé 458 kr. en 423 kr í verðskrá SS. Á R2 sé viðmiðunarverðið 485 kr. en verð SS 444 kr. Á O2 er viðmiðunarverðið 460 kr. en verð SS 426 kr. Á U3 er viðmiðunarverðið 489 kr. en verð SS 446 kr. Verð á útflutningskjöti sé 335 kr./kg í verðskrá en í verðskrá SS er það 305 kr./kg. „Það vantar því á bilinu 35 - 43 kr/kg að verðið nái viðmiðunarverði LS á þessum fjórum flokkum á innanlandsmarkað og 30 kr./kg á útflutningsverðið. Fyrirtækið hækkaði sérstaklega álagsgreiðslur utan hefðbundinnar sláturtíðar og greiðir þær á alla flokka sem og á útflutning,“ segir á vef Búnaðarsambandsins

mbl.is

Bloggað um fréttina