Hulda forstjóri Landspítala

Hulda Gunnlaugsdóttir.
Hulda Gunnlaugsdóttir.

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-háskólasjúkrahússins í Ósló, hefur verið ráðinn nýr forstjóri Landspítala skv. heimildum mbl.is.  Alls sóttu fjórtán einstaklingar um starf forstjóra, átta konur og sex karlar. Nýr forstjóri spítalans tekur til starfa 1. september 2008.

Heilbrigðisráðuneytið hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 13:30 þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra mun tilkynna um nýjan forstjóra með formlegum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina