Segir tvo milljarða hafa tapast

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Ég get sagt það fullum fetum að það hafi tapast um tveir milljarðar króna við það að ganga ekki frá þessari sölu strax síðasta haust í stað þess að hika og bíða,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, um sölu á 14,65 prósenta hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja (HS) til Orkuveitu Reykjavíkur (OR).

Líkt og kom fram í 24 stundum á þriðjudag er málið komið fyrir dóm þar sem OR telur sig ekki þurfa að virða samninginn vegna þess að Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að fyrirtækið megi ekki eiga svona mikið í HS. Hafnfirðingar eru þessu ósammála og vilja fá kaupverðið, um 7,7 milljarða, greitt auk dráttarvaxta. Samkvæmt kröfu þeirra eru þeir orðnir nálægt milljarði króna.

Málið verður tekið fyrir í dag og Rósa segir þá stöðu dapurlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina