Líkir vinnu í veitingahúsi við fangelsisvist

Breiðdalsvík
Breiðdalsvík mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Þýsk stúlka sem vann á Café Margréti á Breiðdalsvík árið 2005 líkir dvölinni við fangavist. Stúlkan sem búsett er á Íslandi vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við Horst Müller, eiganda veitingastaðarins.

Stúlkan segir að þegar hún hafi ráðið sig á veitingahúsið hafi það verið á þeim forsendum að um létta fjögurra tíma vinnu á dag væri að ræða.

„Við unnum hins vegar oftast að minnsta kosti átta tíma á dag. Við áttum líka alltaf að vera tilbúnar til að koma að vinna þó að við ættum að vera í fríi. Við fengum ekki nema tuttugu þúsund krónur í mánaðarlaun og þetta var allt bara ömurlegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina