Dauðaslysum á vinnustöðum fjölgar

Vinnueftirlit ríkisins hefur sent út dreifibréf til fyrirtækja í byggingariðnaði þar sem skorað er á fyrirtækin að gera átak í öryggismálum á vinnustöðum. Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins segir að dauði tveggja manna sem unnu við Hellisheiðarvirkjun hafi verið kornið sem fyllti mælinn.

Frá byrjun árs 2006 hafa 23 manns látist í vinnuslysum. Árin 2001 til 2005 létust 10 manns í dauðaslysum við vinnu. Flest slysanna hafa orðið við byggingarvinnu og mannvirkjagerð. Eyjólfur segir að menn vonist til að með þessu átaki takist að gera forsvarsmenn fyrirtækja betur vakandi fyrir þeim hættum sem leynast á vinnusvæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert