22 EES-borgurum vísað á brott

Útlendingastofnun hefur á þessu ári vísað 22 ríkisborgurum EES-landa frá Íslandi. Þetta er gríðarmikil fjölgun miðað við síðasta ár en þá kvað Útlendingastofnun upp fimm brottvísunarúrskurði yfir borgurum EES-ríkja.

Ragnheiður Böðvarsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslusviðs Útlendingastofnunar, segir að þegar ákvörðun er tekin um að vísa EES-borgurum af landi brott, sé litið til þess hversu alvarleg afbrot þeirra séu og hvernig tengslum þeirra við landið sé háttað. Séu afbrotin alvarleg eða jafnvel síendurtekin en tengslin lítil, eigi menn brottvísun yfir höfði sér. Hún vill ekki tjá sig um einstök mál. „Þetta er töluverður fjöldi og þau eru af ýmsum toga,“ segir hún.

Á þessu ári hefur fimm ríkisborgurum frá ríkjum utan EES verið vísað úr landi en þeir voru alls fjórir í fyrra. Dómsmálaráðuneytið á eftir að úrskurða um kærur ellefu af þeim 22 EES-borgurum sem hefur verið vísað á brott á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »