Eldur í sumarbústað á Barðaströnd

Lítið var eftir af sumarbústaðnum þegar búið var að slökkva.
Lítið var eftir af sumarbústaðnum þegar búið var að slökkva. mynd/bb.is

Eldur kom upp í gömlum sumarbústað milli bæjanna Siglunes og Holt á Barðaströnd laust fyrir kl. 14 í dag. Bústaðurinn var alelda þegar brunavarnir Vesturbyggðar komu að en enginn var í bústaðnum þegar eldsins varð vart.

Mikill eldsmatur var enda var bústaðurinn úr timbri. Eldsupptök eru ókunn en rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert