Rannsókn fjármála Byrgisins lokið

Síðasta húsnæði Byrgisins.
Síðasta húsnæði Byrgisins. mbl.is/Golli

Rannsókn á fjármálamisferli í tengslum við meðferðarheimilið Byrgið er lokið hjá lögreglu og hefur málið verið sent ríkissaksóknara.

Dómur var kveðinn upp í kynferðisbrotamáli á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrv. forstöðumanni Byrgisins, í maí á þessu ári. Hann var þá dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn fjórum skjólstæðingum sínum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær kæra verður gefin út í fjármálahluta rannsóknarinnar.

mbl.is