Unnið að gerð frumvarps um skatt á olíufélög

Drekasvæðið.
Drekasvæðið. mbl.is/KG
Á vegum fjármálaráðuneytisins er unnið að gerð lagafrumvarps um skattlagningu olíuleitar og olíuvinnslu innan íslenskrar efnahagslögsögu. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á komandi haustþingi Alþingis en í janúar 2009 er stefnt að því að bjóða út leyfi til leitar, rannsóknar og vinnslu á olíu og gasi á sk. Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Olíuleitarfyrirtæki greina á milli ríkja eftir því hversu vel kannaðar olíulindir þeirra eru, hversu auðvelt er að nálgast þær, hvað vitað er um jarðlög og hver skattheimta ríkjanna er. Til að laða hingað til lands olíufyrirtæki þarf skattlagning þeirra að vera vel samkeppnishæf við önnur ríki þar sem aðstæður til leitar og vinnslu á Drekasvæðinu eru almennt séð erfiðar.

„Við frumvarpsgerðina hefur því verið haft að leiðarljósi að ríkissjóði verði tryggð ásættanleg hlutdeild af þeim hagnaði sem fellur til vegna nýtingar á takmarkaðri auðlind í eigu þjóðarinnar og jafnframt að Ísland verði í skattalegu tilliti samkeppnishæft við nágrannaríki okkar sem eru með samskonar starfsemi, þ.e. Noreg, Færeyjar, Kanada, Írland og Grænland. Umrædd nágrannaríki okkar hafa valið ólíkar leiðir við skattlagningu olíuleitar og vinnslu.

Þannig er í Noregi lagður sérstakur 50% kolvetnisskattur á hagnað vegna olíuvinnslu, til viðbótar við almennan tekjuskatt fyrirtækja. Á móti kemur að hægt er að draga frá skattstofni allan kostnað sem fellur til við öflun olíunnar, auk ívilnandi reglna um uppsafnað tap og afskriftir.

Kostur slíkrar skattlagningar er að hún er einföld en ókostur hennar er að langur tími getur liðið frá því vinnsla olíu hefst þar til viðkomandi fyrirtæki greiðir skatt af hagnaðinum, auk þess sem endurgreiddur er hluti kostnaðar vegna olíuleitar jafnvel þó að engin olía finnist.

Hafa ber í huga að jarðlög í Noregi hafa verið könnuð gríðarlega mikið og mun meira en á Drekasvæðinu, auk þess sem Drekasvæðið er mjög langt frá landi ólíkt norsku leitar- og vinnslusvæðunum en það hefur áhrif á hvaða fyrirkomulag skattlagningar er heppilegt, m.a. út frá stofnkostnaði og áhættu," að því er segir í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Í Færeyjum og Kanada er löggjöf á þessu sviði samsett af þrenns konar sköttum, þ.e. almennum fyrirtækjaskatti, framleiðslugjaldi og sérstökum kolvetnisskatti. Er framleiðslugjaldið stighækkandi samhliða aukinni framleiðslu en kolvetnisskatturinn kemur í stað þess þegar tekjur af framleiðslunni eru orðnar hærri en rekstrarkostnaður. Kostir slíkrar skattlagningar felast í því að tekjur ríkissjóðs koma inn þegar í upphafi olíuvinnslunnar og eru stöðugar, auk þess sem ekki þarf að endurgreiða kostnað ef engin olía finnst.

Á móti kemur að skatthlutfall kolvetnisskattsins er lægra en í Noregi enda dreifist skattlagningin á lengra tímabil. Á Írlandi er einvörðungu almennur fyrirtækjaskattur á þessa starfsemi en skatthlutfallið sjálft er þó tvöfalt hærra en almenna skatthlutfallið eða 25%.

Slík skattlagning er einföld en nær tæpast því markmiði að tryggja ásættanlega hlutdeild í takmarkaðri auðlind, samkvæmt vefritinu.

Á ríkisstjórnarfundi í júlí sl. var samþykkt tillaga fjármálaráðherra í þá veru að frumvarp til löggjafar um skattlagningu á þessu sviði verði grundvallað í fyrsta lagi á almennum fyrirtækjaskatti, í öðru lagi á stighækkandi framleiðslugjaldi og í þriðja lagi á stighækkandi kolvetnisskatti sem komi í stað framleiðslugjalds þegar tekjur af framleiðslunni eru orðnar hærri en rekstrarkostnaður. Er það talið skynsamlegasta nálgunin út frá ofangreindum markmiðum og aðstæðum á Drekasvæðinu, að því er segir í vefriti fjármálaráðuneytisins.

mbl.is

Innlent »

Guðni kvartar ekki yfir Hatara

Í gær, 21:08 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var staddur í Kanada að fagna aldarafmæli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi þegar hljómsveitin Hatari steig á svið í Eurovision í gærkvöldi. „Þeir kunna að láta á sér bera,“ segir forsetinn um alræmt uppátæki þeirra með palestínska fánann. Meira »

Þór kjörinn formaður Landsbjargar

Í gær, 20:26 Þór Þorsteinsson úr Borgarfirði var kjörinn formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í gær. Auk hans voru átta félagar víða af landinu kjörnir í stjórn. Meira »

Rannsókn lögreglu verði hætt

Í gær, 20:16 Eimskipafélagi Íslands hf. barst eftir lokun markaða á föstudag bréf frá lögmanni Gylfa Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra félagsins. Tilefni bréfsins er krafa Gylfa um að rannsókn lögreglunnar á kæru Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2014 verði hætt. Meira »

Margt sem við þyrftum að vakta betur

Í gær, 19:54 Helsta ógn lífiríkis hafsins við Íslandsstrendur stafar af hitabreytingum og súrnun sjávar. Sviðssjóri botnfiska hjá Hafrannsóknastofnun segir stæða sé þó til að leggja stóraukin kraft í það að kortleggja búsvæðin í hafinu. Það myndi gefa skýrari mynd af því hvert ástandið sé. Meira »

Of stórar og of dýrar íbúðir

Í gær, 19:53 Áætlað er að samtals um 7.700 nýjar íbúðir verði fullkláraðar á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næstu tveimur árum. Eins er talað um mikla umframeftirspurn eftir litlum og ódýrum íbúðum. Stærstur hluti íbúða sem eru á leið á markað eru of stórar og of dýrar til þess að leysa þann vanda sem fyrir er. Meira »

Jafnréttismál að morran sé kvenkyns

Í gær, 19:06 „Það hefur alltaf verið mín kenning og áhersla að svokallaðar barnabækur megi ekki vera leiðinlegar fyrir fullorðna. Það er mjög hræðilegt þegar börn ánetjast bókum sem eru afskaplega leiðinlegar,“ segir Þórarinn Eldjárn sem þýddi ljóð um kríli og er það komið út á bók. Meira »

Stefna Sósíalistaflokksins samþykkt

Í gær, 18:55 Á þingi Sósíalistaflokksins í Bíó Paradís í dag var samþykkt stefna flokksins í mennta-, velferðar og vinnumarkaðsmálum.  Meira »

Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

Í gær, 18:17 Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Meira »

Andri Hrannar vann 40 milljónir

Í gær, 17:06 Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

Í gær, 16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

Í gær, 16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

Í gær, 16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

Í gær, 15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

Í gær, 14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

Í gær, 14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

Í gær, 13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

Í gær, 13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

Í gær, 12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

Í gær, 11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Smart sumarföt, fyrir smart konur
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...