Stormur i aðsigi

Von er á miklu óveðri um miðnættið.
Von er á miklu óveðri um miðnættið. mbl.is/Golli

Öflug haustlægð færist nú inn yfir landið. Samkvæmt veðurstofunni eiga landsmenn von á stormi víðast hvar um landið um og upp úr miðnætti. Trampolín fauk í Laugalind í Kópavogi um kvöldmatarleytið og skemmdi nokkra bíla og björgunarsveitir eltust við þakplötu á svipuðum slóðum.

Á Veðurstofu Íslands fengust þær fregnir að nú væri veðurhæð um 20 metrar á sekúndu á hálendinu og á norðanverðu Snæfellsnesi en að stormurinn myndi ekki fara upp fyrir 20 metra á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en um og upp úr miðnætti.

Á vefsíðu Vegagerðar ríkisins má sjá að á Reykjanesbraut og Hellisheiði mælist vindhraði nú 19 og 18 metrar á sekúndu og ættu vegfarendur að vara sig á snörpum vindhviðum.

Þá er von á miklu vatnsveðri og er fólk beðið að athuga lausa muni í kringum húsin sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert