Tölvufíkn veldur brottfalli


Tölvufíkn virðist vera helsta ástæða þess að nemendur hrökklast úr námi í framhaldsskóla. Harðari viðurlög skólanna við skrópi hafa þar mikið að segja. Langvarandi tölvufíkn getur haft slæm áhrif á heilastarfsemi og valdið því að nemendur staðna í þroska ekki síður en fíkniefnaneysla.

Eyjólfur Jónsson sálfræðingur hjá Persona.is segir að hans reynsla af meðferð unglinga leiði í ljós að helsta ástæða brottfalls úr framhaldsskóla sé tölvufíkn og undir það taki aðrir sérfræðingar sem hann hafi rætt við svo sem sem félagsráðgjafar, námsráðgjafar og kennarar. Það vanti þó tilfinnanlega að rannsaka þetta frekar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert