Ársleiga í Borgartúni 414 milljónir

Rúmlega 400 starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa komið sér fyrir í nýju húsnæði í Borgartúni 10-12. Borgin leigir húsnæðið af Höfðatorgi hf. sem er í eigu byggingafélagsins Eyktar og eru leigugreiðslur á mánuði tæplega 34,5 milljónir króna. Leigugreiðslur á einu ári nema 413,6 milljónum.

Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir að leigusamningurinn sé góður þótt hann telji raunar að yfirleitt sé hagstæðara fyrir borgina að eiga húsnæði, fremur en leigja. Fyllsta aðhalds hafi verið gætt þegar borgin flutti inn, m.a. við kaup á innréttingum og húsgögnum. „Það er ekki bruðl í neinu hér í þessu húsi,“ segir hann.

Leigusamningar borgarinnar vegna Borgartúns 10-12 eru til 25 ára. Þeir eru bundnir við vísitölu og hefur leigufjárhæðin hækkað í takt við hana. Húsið hýsir stærstan hluta af stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

Áður en borgin tók við húsinu þótti nauðsynlegt að gera ákveðnar breytingar auk þess sem keypt voru húsgögn, innréttingar og fleira en samtals nam kostnaður vegna þess 840 milljónum króna. Þá fjárhæð reiddi borgin ekki af hendi til Eyktar heldur leggst sá kostnaður ofan á leiguverðið, 483 krónur á hvern fermetra.

Heildarhúsaleiga á fermetra, með innréttingum og búnaði er nú 2.753 krónur, með virðisaukaskatti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert