Nýjar viðræður um framlög EFTA-ríkja í þróunarsjóði ESB

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Viðræður hefjast í næstu viku milli Íslands, Noregs og Liechtensten annars vegar og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hins vegar um fjárframlög ríkjanna þriggja í þróunarsjóði ESB.

Núgildandi samningur milli ESB og EFTA-ríkjanna þriggja, sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, var gerður í mars á síðasta ári og rennur út 30. apríl á því næsta. Samkvæmt honum greiða ríkin þrjú jafnvirði 160 milljarða króna í þróunarsjóði Evrópusambandsins á tímabilinu gegn því að fá aðgang að innri markaði sambandsins.

Norska fréttastofan NTB segir að orðrómur sé á kreiki um að Evrópusambandið krefjist þess að framlög EFTA-ríkjanna verði hækkuð. Norðmenn hafa greitt bróðurpartinn af framlagi EFTA-ríkjanna þriggja.

mbl.is

Bloggað um fréttina