Ísland stofnar sjóð fyrir eyríki

Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Angus Friday, fastafulltrúi …
Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Angus Friday, fastafulltrúi Grenada hjá SÞ og formaður AOSIS, Geir H. Haarde forsætisráðherra, Fekitamoeloa Utoikamanu, fastafulltrúi Tonga og formaður samtaka Kyrrahafseyja, Eric Falt, yfirmaður samskiptasviðs SÞ. mbl.is/Birna Anna

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í kvöld, að Ísland myndi leggja 2 milljónir dala, jafnvirði 185 milljóna króna, árlega næstu þrjú ár í sjóð sem ætlaður væri til að aðstoða eyríki til að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt og berjst gegn loftslagsbreytingum.

Viðstaddir voru sendiherrar  eyjanna Tonga og Grenada. AP fréttastofan segir, að Geir hafi aðspurður neitað því, að styrkveitingin tengist framboði Íslands til öryggisráðs SÞ. Hins vegar hafi framboðið gert það að verkum, að íslensk stjórnvöld geri sér betur grein fyrir alþjóðlegum skuldbindingum sínum.

Blaðamaður stofnunarinnar Inner City Press, sem fjallar gjarnan um málefni SÞ, segist hins vegar hafi spurt Geir sömu spurningar og hann hafi ekki neitað. Blaðamaðurinn spurði sendiherra Tonga hvort ríkið muni kjósa Ísland í öryggisráðið. Hann svaraði að hann væri viðstaddur sem fulltrúi 12 smáríkja í Kyrrahafi og hvert þeirra tæki eigin ákvörðun. 

Sendiherra Grenada sagðist einnig vera fulltrúi fleiri ríkja en sagði að Grenadastjórn hvetti Íslands til að halda áfram starfi sínu.

Ísland keppir við Austurríki og Tyrkland um sæti í öryggisráðinu. Inner City Press segir að Tyrkir hafi opnað fjárhirslur sínar í kosningabaráttunni og m.a. látið ríkjum í té bíla og jafnvel fótbolta.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert