Goldfinger enn til umræðu

Tillögu Samfylkingarinnar um að beiðni um endurnýjun rekstrarleyfis skemmtistaðarins Goldfinger yrði hafnað var felld á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær. Fram kemur í yfirlýsingu Guðríðar Arnardóttur bæjarfulltrúa að flokksmenn hefðu viljað láta reyna á ný lög frá 2007 sem banna nektardans.

Í lögunum er undanþáguákvæði og hefur dómsmálaráðuneytið úrsurðað að engin sannarleg rök séu gegn því að veita Goldfinger undanþágu samkvæmt þeim.  

mbl.is

Bloggað um fréttina