Leitað að morðvopninu

Lögreglan leitar nú að eggvopni sem talið er að hafi …
Lögreglan leitar nú að eggvopni sem talið er að hafi verið notað í árásinni. mbl.is

„Við erum að kemba svæðið og leitum nú að morðvopninu með málmleitartækjum á ströndinni og víðar," sagði Robert Contreras  rannsóknarlögreglumaður sem leiðir rannsókn morðsins á íslenskri konu, Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur, í smábænum Cabarete á Dóminíska lýðveldinu.

Contreras sagði í samtali við mbl.is að tveir karlmenn og ein kona sætu í varðhaldi vegna málsins. Hann vildi ekki tjá sig frekar um yfirheyrslur yfir þeim eða framgang málsins en staðfesti að annar mannanna og konan hefðu verið starfsmenn gistiheimilisins.

Contreras gat einnig staðfest að konan, sem væri í haldi, hefði unnið á barnum á Extreme gistiheimilinu í Cabarete og að þær Hrafnhildur Lilja hefðu verið góðar vinkonur.

Lögreglan telur litlar líkur á að rán hafi legið að baki árásinni og Contreras sagði að miklar líkur væru á að Hrafnhildur Lilja hafi þekkt árásarmanninn eða árásarmennina þar sem engin ummerki um innbrot séu merkjanleg.

Caborete er fábrotinn bær á norðurströnd eyjarinnar.
Caborete er fábrotinn bær á norðurströnd eyjarinnar. mbl.is/Andrés
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert