„Virðingarleysi fyrir málaflokknum“

„Ég er að reyna að halda þessari deild saman,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra [RLS]. Starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar voru nítján þegar Helgi tók við embættinu. Fluttar voru tvær stöður yfir til greiningardeildarinnar, einn fór í önnur verkefni, einum lögfræðingi deildarinnar verður sagt upp frá og með áramótum og staða Helga verður lögð niður á sama tíma, þegar ný lög um meðferð sakamála taka gildi.

Mjög líklega munu einhverjir lögfræðingar færast yfir til embættis héraðssaksóknara, enn hefur ekki verið ákveðið með hvaða hætti það verður.

Undirmönnuð deild

„Þetta er bara áhuga- og virðingarleysi fyrir málaflokknum,“ segir Helgi. Hann segir að deildin hafi sætt gagnrýni fyrir tafir á málum, það sé ekki skrýtið þegar hún er jafn undirmönnuð og raun ber vitni. Helgi segir að starfsmannavelta sé deildinni einnig óþægur ljár í þúfu en helmingur starfsmanna er með ár eða minna í starfsreynslu í efnahagsbrotum.

„[Efnahagsbrotadeild] kemur engum málum óbrjáluðum frá sér nema einföldustu skattsvikamálum,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í vikunni. Nefndi hann Baugsmálið og málverkafölsunarmálið sem dæmi um lítinn árangur. Er þetta aðeins eitt nýlegt dæmi um þá gagnrýni sem deildin hefur sætt. „Ég held að þessi fullyrðing Sigurðar sé sett fram í hálfkæringi,“ segir Helgi. „Hann nefnir tvö mál sem dæmi um lélegan árangur. Deildin hefur á þeim tíu árum sem hún hefur starfað farið með um eða yfir 300 mál, fæst þeirra eru bundin við einföld vanskil vörsluskatta,“ segir Helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »